Rán Bjargar Photography

Go to page index

Um mig

Rán Bjargardóttir

Ég heiti Rán og er 43  ára

Ég útskrifaðist sem ljósmyndari frá Upplýsingatækniskólanum vorið 2017 en hef unnið við ljósmyndun síðan 2012. Ég hef lokið námskeiðum hjá ljósmyndurum í Danmörku, Bandaríkjunum og Rússlandi og námskeiði hérlendis í tískuljósmyndun. Ásamt því hef ég tekið ótal námskeið um örugga meðhöndlun nýbura, pósunámskeið og fleira.

Ég hef mikla ástríðu fyrir ljósmyndun og myndvinnslu. Það er svo frábært að fá að taka þátt í lífi annarra á þennan hátt.

Þar sem ég er 3 barna móðir sjálf þykist ég vita hvað foreldrar vilja og næ vel til barna í myndatökum. Eftir að hafa sérhæft mig í nýburaljósmyndun í fjölda ára hef ég sagt skilið við það í bili og tek helst að mér útitökur með eldri börnum og fjölskyldum.